11. febrúar. 2009 12:45
Um klukkan hálfellefu í morgun var ekið utan í barn sem var á leið yfir gangbrautina milli Grundaskóla og íþróttahússins á Akranesi. Barnið slapp án meiðsla en ökumaður bifreiðarinnar ók yfir gangbrautina á rauðu ljósi. Lögreglu var tilkynnt um atvikið. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur og mánuði við Innnesveginn og er því enn frekari ástæða fyrir ökumenn að fara varlega þarna um og einkanlega virða umferðarljós og leiðbeiningarmerki. Viðkvæm umferð gangandi fólks er á þessu svæði, einkum í tengslum við Grundaskóla, íþróttamannvirkin á Jaðarsbökkum og dvalarheimilið Höfða.