12. febrúar. 2009 10:05
Skagamaðurinn Arnór Smárason skoraði fyrra mark Íslendinga sem sigruðu Liechtentein 2:0 í vináttuleik á La Manga á Spáni í gær. Þetta var einn fyrsti leikur Arnórs í byrjunarliði í landsliðinu í fótboltanum og hann nýtti það vel. Arnór var frískur í leiknum og seigur að koma sér í færi. Markið skoraði hann á 22. mínútu og Eiður Smári Guðjohnsen bætti síðan við öðru í byrjun seinni hálfleiks. Arnór Smárason hefur verið að leika vel með liði sínu Heerenveen, tekist að tryggja sér sæti í liðinu og verið nokkuð iðinn við markaskorið. Arnór, sem er einungis tvítugur að aldri, er að áliti margra sparkspekinga hérlendis framtíðar framherji í íslenska landsliðinu.