Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2009 04:05

Ungir Gamlir verkefnið fer af stað í þriðja skipti

Tónlistarverkefnið Ungir - gamlir fer nú fram í þriðja skiptið í skólunum á Akranesi. Þátttakendur að þessu sinni eru báðir grunnskólar bæjarins, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Tónlistarskólinn á Akranesi. Eins og áður hefur Flosi Einarsson kennari í Grundaskóla yfirumsjón með verkefninu. Margir góðir gestir munu koma við sögu og fara þar fremst í flokki þau Eiríkur Hauksson og Hera Björk Þórhallsdóttir. Þau munu leiðbeina ungum og efnilegum Skagasöngvurum og hljómsveitum og stíga einnig með þeim á svið. Til halds og trausts verður svo hljómsveit þar sem valinn maður er í hverju rúmi.

Þar er um að ræða Birgi Baldursson trommara, Eðvarð Lárusson gítarleikara, Sigurþór Þorgilsson bassaleikara, Eirík Guðmundsson trommara, Tony Kinberg gítarleikara, Halldór Lárusson, Per Håsselstrand saxófónleikara og Flosa Einarsson sem spilar á hljómborð.

 

Auk núverandi nemenda í skólunum munu gamlir nemendur taka lagið á tónleikunum. Einnig taka þátt í verkefninu þrír sænskir kennarar ásamt fimm nemendum sem koma sérstaklega frá Stokkhólmi til að vera með.

 

Aðalundirbúningur fer fram síðustu vikuna í febrúar en verkefninu lýkur með stórum tónleikum fimmtudaginn 26. febrúar í Bíóhöllinni á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is