13. febrúar. 2009 10:00
Hér á vefnum var fyrr í vikunni sagt frá því að Fannar Hjálmarsson hefði verið ráðinn kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haft var eftir Jóni Magnússyni formanni kjördæmisráðs að Fannar væri frá Grundarfirði. Fannar er hinsvegar frá Rifi í Snæfellsbæ, en er nú búsettur í Borgarnesi þar sem flokkurinn rekur aðalskrifstofu sína í kjördæminu. Þetta leiðréttist hér með.