Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2009 11:44

Birna Lárusdóttir stefnir á forystusæti

“Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 1.-2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor,” segir Birna Lárusdóttir á Ísafirði í tilkynningu til fjölmiðla.  Birna segir að nú séu viðsjárverðir tímar og staða þjóðarbúsins sé afleit. “Þeir sem eldri eru þekkja þrengingar af þessu tagi en kynslóðin mín á margt ólært. Þjóðin deilir um orsakir hrunsins en ljóst er að margir bera þunga ábyrgð. Þar þurfa stjórnmálaöfl að axla sinn hlut og gangast við þeim mistökum sem gerð hafa verið á liðnum árum. Flokkurinn minn er þar engin undantekning. Ég hef starfað að stjórnmálum undir merkjum Sjálfstæðisflokksins í rúman áratug, fyrst og fremst á sveitarstjórnarstiginu en einnig á landsvísu.”

Birna er 43 ára gömul, fædd og uppalin í Reykjavík en hef verið búsett á Ísafirði með hléum í 17 ár. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund og BA prófi í fjölmiðlafræði frá University of Washington í Seattle í Bandaríkjunum. Starfaði um nokkurra ára skeið sem fréttamaður Ríkisútvarpsins á Ísafirði og fréttaritari Rúv í Noregi. Hún hefur setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar frá 1998 og lengst af þeim tíma gegnt embætti forseta bæjarstjórnar. Hún er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi og skipar í dag 5. sæti listans. Eiginmaður hennar er Hallgrímur Kjartansson, læknir og eiga þau fjögur börn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is