16. febrúar. 2009 07:35
Verkalýðsfélag Akraness, Stéttarfélag Vesturlands ásamt Borgarfjarðarprófastsdæmi sameina krafta sína og boða til fræðslufunda um efnahagsmál og horfur í þeim. Fundirnir verða í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi nk. miðvikudagskvöld kl. 20.00 og viku síðar eða miðvikudaginn 25. febrúar í safnaðarheimili Borgarneskirkju. Frummælendur á fundinum verða Vilhjálmur Bjarnason formaður Félags fjárfesta og aðjúnkt við Háskóla Íslands og Stefán Einar Stefánsson guðfræðingur og viðskiptasiðfræðingur. Vilhjálmur mun fjalla í erindi sínu um efnahagsmál þjóðarinnar; stöðuna og horfurnar. Stefán Stefánsson flytur erindi sem hann kallar: Mammon, Guð og manneskjan. Að loknum erindum gefst tóm til fyrirspurna og almennra umræðna.