14. febrúar. 2009 07:45
Kjördæmisráð Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykkti á fundi á Reykjum í Hrútafirði í dag að fram fari póstkosning. Í henni verður kosið um röðun efstu fjögurra frambjóðenda. Úrslit eiga að liggja fyrir 13. mars nk.
Framsóknarmenn um allt land réðu ráðum sínum í dag um hvernig valið verður á framboðslista fyrir þingkosningarnar í vor. Í Reykjavíkur kjördæmunum var ákveðið að viðhafa forval og verða úrslit kynnt í lok febrúar. Í Suðvesturkjördæmi verður prófkjör 7. mars, í Suðurkjördæmi verður farin sama leið og í NV kjördæmi og í Norðausturkjördæmi verður haldið aukakjördæmisþing 15. mars og kosið þar um hvernig raðað verður í átta efstu sæti listans.