Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. febrúar. 2009 07:58

Harmar dylgjur flokkssystranna í Frjálslynda flokknum

“Ég harma þau viðhorf sem koma fram í þessum skrifum og trúi því ekki að þau eigi mikinn hljómgrunn. Þau eru alls ekki í anda Frjálslynda flokksins sem ávallt hefur lagt mikla áherslu á málefni landsbyggðarinnar, til að mynda í umræðunni um sjávarútvegsmál, atvinnumál, samgöngur, heilbrigðismál og menntun. Hinar dreifðu byggðir landsins eru grunnstoð þess að okkur takist að viðhalda og byggja áfram upp gott mannlíf og þjóðfélag hér á Íslandi.  Hótelið í Stykkishólmi er frábært í alla staði og öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Það veit ég af eigin reynslu,” segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins og fv. alþingismaður vegna ummæla tveggja kvenna í FF út af staðsetningu fyrirhugaðs þings flokksins í Stykkishólmi.

 

 

 

Magnús Þór segir að ákvörðunin um að halda landsfund flokksins úti á landi hafi ekkert með það að gera að tvær konur eru í framboði til formanns og varaformanns. “Það var byrjað að ræða þá hugmynd innan miðstjórnar flokksins að halda fundinn á landsbyggðinni löngu áður en framboð þeirra kom fram. Hingað til hafa landsfundirnir verið haldnir í Reykjavík frá því flokkurinn var stofnaður fyrir nálega 10 árum. Það hefur þótt sjálfsagt að landsbyggðarfólk kæmi þá til Reykjavíkur. Það ágæta fólk hefur aldrei kvartað vegna þessa, en nú kveina tvær frúr af höfuðborgarsvæðinu yfir því að þurfa að fara norður fyrir Ártúnsbrekku. Við töldum sanngjarnt að halda fundinn nú úti á landi, en þó ekki of langt frá Reykjavík. Það samræmist jafnræðissjónarmiðum og þó fyrr hefði verið, að Frjálslyndi flokkurinn sýni landsbyggðinni þá sjálfsögðu virðingu að halda landsfund sinn endrum og sinnum utan höfuðborgarinnar,” segir Magnús Þór.

 

Magnús Þór segir að litið hafi verið til nágrannasveitafélaga borgarsvæðisins. Upphaflega var ætlunin að halda fundinn í Borgarnesi í lok apríl. “Skyndileg boðun til þingkosninga gerði það að verkum að við urðum að flýta landsfundi um rúman mánuð. Þá var ekki hægt að fá aðstöðu í Borgarnesi. Við fengum hins vegar hagstætt tilboð frá Stykkishólmi, og ekki veitir nú af á þessum tímum. Þar er nægt gistirými fyrir þau sem þess óska. Það er mjög dýrt að halda svona fundi á hótelum í Reykjavík. Þetta var allt meðhöndlað á lýðræðislegan hátt í miðstjórn sem er æðsta stofnun flokksins milli landsþinga. Meirihluti hennar féllst í atkvæðagreiðslu á að halda landsþingið í Stykkishólmi. Dylgjur um að formaður flokksins virði ekki lýðræði eru ómaklegar.” 

 

Að lokum segir Magnús Þór að það sé ekki langur vegur að fara til dæmis frá Reykjavík til Stykkishólms. “Þjóðvegurinn þangað er mjög góður. Það er fjarstæða og lýsir mikilli vanþekkingu viðkomandi að tala um að Stykkishólmur sé „til fjalla“. Ferðir til og frá Stykkishólmi verða skipulagðar eftir því sem þörf krefur. Þetta er ákaflega fallegur og góður staður . Ég vil hvetja félaga í Frjálslynda flokknum til að koma til landsfundar og veita okkur Guðjóni stuðning til áframhaldandi forystu í flokknum. Þannig verður tryggt að landsbyggðaráherslur flokksins verða áfram hafðar í heiðri. Ísland þarf á landsbyggðinni að halda nú sem aldrei fyrr.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is