17. febrúar. 2009 03:36
Við rannsókn á orsökum brunans sem varð í verslunarmiðstöðinni við Dalbraut 1 á Akranesi sl. laugardagskvöld kom fljótlega í ljós að brotist hafði verið inn bakatil í húsið. Grunur lögreglu beindist að ákveðnum aðilum og einn þeirra gaf sig svo fram við lögreglu og játaði aðild sína að málinu. Á sama tíma kom foreldri með hinn aðilann á lögreglustöð sem einnig játaði aðild sína að verknaðinum. Málið telst því upplýst að sögn lögreglu. Gerendur voru á unglingsaldri og sakhæfir.