Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2009 09:05

Áhugi fólks að aukast fyrir garðrækt

Björgvin Eggertsson
„Við höfum orðið vör við aukinn áhuga fólks fyrir eigin garðrækt og það eru hæg heimatökin hjá okkur. Hér eru kennarar og góð aðstaða til að leiðbeina fólki. Okkur finnst það í takt við tímann að bjóða upp á þessi námskeið núna,“ segir Björgvin Eggertsson verkefnisstjóri hjá endurmenntunardeild LbhÍ, en skólinn er nú að bjóða upp á hvorki fleiri né færri en níu námskeið sem tengjast ræktun í heimagörðum. Námskeiðin verða haldin á Suður-, Vestur- og Norðurlandi, Reykjum í Ölfusi, Hvanneyri og Akureyri.  Fyrir nokkru var það í fréttum að Reykjavíkurborg væri með það á áætlun að úthluta landi undir nokkur hundruð matjurtagarða með vorinu og væntanlega munu fleiri sveitarfélög bregðast við í þessa veru, þegar stefnir í að fólk leiti í „sjálfsþurftabúskapinn“ á Nýja - Íslandi.

Ljóst er með því muni margir slá tvær flugur í einu höggi, með hagnýtu áhugamáli í garðrækt og öflun ódýrra matfanga. „Ég gæti trúað að margir sem væru búnir að slá af utanlandsferðina í sumar ætli að fara að rækta í garðinum sínum. Það fer vel af stað skráning á námskeiðin og hún á ábyggilega eftir að aukast frekar, því oft er það þannig með Íslendinga að þeir taka seint við sér,“ segir Björgvin Eggertsson. 

 

Eins og fyrr segir býður Endurmenntun LbhÍ á næstu dögum og vikum upp á hvorki fleiri né færri en níu námskeið sem tengjast ræktun í heimagörðum. Þarna er að finna grunnnámskeið fyrir byrjendur í að rækta krydd, lauk og matjurtir í eigin garði, einnig ræktun matjurta í heimagróðurhúsum svo fátt eitt sé nefnt. „Ég vek sérstaka athygli á því hvað námskeiðin eru fjölbreytt. Þarna ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,” segir Björgvin. Hann segir skólann tilbúinn að koma með námskeiðin hvert á land sem er ef næg þátttaka er tryggð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is