19. febrúar. 2009 03:05
 |
Lilja Margrét flytur lag sitt |
Nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga efndu til sinnar árlegu söngkeppni á þriðjudagskvöldið. Keppnin er kölluð Gólið og er hún liður í að velja fulltrúa til að taka þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Sjö söngatriði kepptu um sigursætið og tókst þátttakendum öllum vel upp við góðar undirtektir áheyrenda sem fylltu salinn. Dómarar í keppninni voru þrír þrautreyndir tónlistarmenn, þeir Baldur Orri Rafnsson, Sigurður Gíslason og Hólmgeir Sturla Þórsteinsson. Þeirra úrskurður var að Lilja Margrét Riedel 17 ára Stykkishólmsbúi hefði staðið sig best og mun hún því taka þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna sem fram fer á Akureyri 4. apríl nk.