Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2009 11:03

Snæfellsstúlkur á sigurbraut

Snæfellsstúlkur hafa heldur betur verið að ná sér á strik í Iceland Expressdeildinni í körfubolta að undanförnu. Þær sigruðu Grindvíkinga örugglega í Hólminum í gærkveldi 78:63 og var þetta þriðji sigur Snæfells á Suðurnesjaliðinu í vetur í fjórum leikjum. Snæfell er nú farið að nálgast Grindavík og eygir veikan möguleika á umspilsrétti um sæti í úrslitakeppni. Þegar tvær umferðir eru eftir er Snæfell með 10 stig, fjórum minna en Grindavík. Við úrslitin í gærkveldi er ljóst að Fjölnir er fallinn úr deildinni. Snæfellsstúlkur byrjuðu leikinn af krafti og voru strax komnar með fjórtán stiga forskot eftir fyrsta leikhluta.

Gríðarlegar sveiflur urðu síðan í öðrum leikhluta, þannig að forskot Snæfells var ekki mikið í hálfleiknum, en heimastúlkur voru engu að síður yfir allan tímann, ef frá er skilin fyrsta mínútan í leiknum, og sigruðu örugglega eins og fyrr segir.

 

Krister Green var allt í öllu hjá Snæfelli í þessum leik. Hún skoraði 37 stig, tók 14 fráköst og átti sex stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Unnur Ásgeirsdóttir, Sara Andrésdóttir og Björg Einarsdóttir áttu einnig góðan leik.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is