23. febrúar. 2009 09:00
Nú er éljagangur er um mestallt Vesturland og víða hálkublettir eða jafnvel snjóþekja. Mjög blint er milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Í öðrum landshlutum er meðal annars snjóþekja á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og talsvert austur eftir Suðurlandi. Það er óveður á Klettshálsi og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði. Færð er þokkaleg á sunnanverðum Vestfjörðum, þó eru hálkublettir sumsstaðar á fjallvegum. Aftur á móti er hálka í Ísafjarðardjúpi en snjóþekja og hálkublettir á Ströndum. Það er éljagangur meira og minna um allt Norðurland og víða á Austur- og Suðausturlandi með tilheyrandi snjóþekju, hálku eða hálkublettum en ekki er fyrirstaða á helstu leiðum.