Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2009 12:41

Hrina umferðaróhappa á nokkrum mínútum

Hrina óhappa varð í morgun á skömmum tíma þegar frostrigning og ísing orsökuðu skyndilega hálku í Borgarnesi og nágrenni. Að sögn lögreglunnar var erfitt að greina hálkuna þegar hún verður með þessu móti þegar regn frýs um leið og það lendir á jörðu. Slíkar aðstæður er stundum nefndar svarti ís. Í kjölfarið urðu þrjú óhöpp með skömmu millibili þar sem alls sex bílar áttu í hlut. Fyrst varð þriggja bíla árekstur við afleggjarann að Bjargslandi þar sem ekið er upp í Hrafnaklett. Þar er bíl ekið út á þjóðveginn í veg fyrir annan sem er á norðurleið og lendir sá bíll á þeim þriðja sem kemur á móti. Farþegi í einum bílnum hlaut áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Tjón varð á öllum bílunum. Ökumaður bílsins sem ekið er inn á þjóðveginn er grunaður um ölvun við akstur.  

Skömmu síðar varð árekstur tveggja bíla í hringtorginu á mótum Norðurlands- og Snæfellsnessvegar í Borgarnesi og varð þar minniháttar eignatjón. Aðeins nokkrum mínútum síðar varð þriðja óhappið í útafakstri og bílveltu skammt frá Brautarholti, rétt norðan Borgarness. Kona var ein í bílnum og þótti hún heppin að sleppa með smávægilegar skrámur. Bíll hennar er hinsvegar mikið skemmdur.

 

Að sögn lögreglu hefur nú dregið úr hálkunni í Borgarnesi og áleiðis suður þaðan. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir hinsvegar að hálkublettir séu nú víða í Borgarfirði og því er ástæða til að biðja ökumenn að fara varlega. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is