23. febrúar. 2009 04:03
Ekið var á umferðarskilti með leiðbeiningarörvum og ljósabúnaði á nýja hringtorginu við innkeyrsluna til Akraness aðfararnótt sl. laugardags. Við áreksturinn lagðist skiltið niður og skemmdir eru á því sem og ljósabúnaðinum. Ökumaður virðist hafa verið á nokkurri ferð, miðað við afleiðingarnar og því ekki ólíklegt að skemmdir hafi orðið á bíl hans. Lögreglan á Akranesi rannsakar nú málið og þiggur ábendingar þeirra sem gætur veitt upplýsingar um það.