24. febrúar. 2009 12:47
Starfsfólk og nemendur leikskólans Andabæjar á Hvanneyri fluttu í morgun í nýjan og glæsilegan leikskóla. Að vonum var allir spenntir fyrir breytingunum og gaman að fylgjast með þegar gengið var í skrúðgöngu milli húsa með stóra bakpoka á öxl með persónulega muni í nýja húsið. Eftirvæntingar gætti einnig í röðum yngstu barnanna þar sem von er á forsetanum í heimsókn í dag. Á meðfylgjandi mynd fer Valdís Magnúsdóttir leikskólastjóri í broddi fylkingar og gamli skólinn í baksýn.