25. febrúar. 2009 03:05
Í húsinu við Hvanneyrargötu 3 á Hvannyri eru ýmsar stofnanir tengdar landbúnaðargeiranum auk byggingafulltrúa Skorradalshrepps og PJ bygginga. Í morgun komu tveir hópar barna við þar í morgun og var þessi mynd tekin við það tilefni. Annars vegar komu grunnskólabörn af staðnum en einnig kom hópur af leikskólanum Andabæ. Krakkarnir sungu í anddyri hússins nokkur lög fyrir starfsfólk. Þau fengu góðar undirtektir og voru að endingu leyst út með sælgæti eins og vera ber.
Ljósm. jbj.