Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2009 09:05

Hippaleikritið Stone Free hjá NFFA

Halldóra í hlutverki sínu
Á föstudag i næstu viku mun nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands frumsýna söng- og leikverkið Stone Free í leikstjórn Björns Inga Hilmarssonar. Frá áramótum hefur 40 manna hópur nemenda úr skólanum unnið hörðum höndum að æfingum og uppsetningu sýningarinnar. Skipulagning er í höndum Elsu Þorbjarnardóttur, Ástu Þorsteinsdóttur og Halldóru Guðjónsdóttur.  Ein af leikurunum, Helga Haraldsdóttir, var tekin í stutt spjall í tilefni þess að nú styttist í frumsýningu.

Helga segir að æfingar hafi gengið rosalega vel. „Þetta er æðislegur hópur sem stendur að þessu leikriti og stelpurnar sem bera hitann og þungann af þessu öllu saman eru algjört æði. Ég leik kynni á útihátíð en um slíka hátíð snýst einmitt leikritið. Það er fullt af hressum hippum sem að eru að mæta á útihátíð og ætla sér bara að gera eitt; hafa gaman!“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helga kemur nálægt leik, en hún lék í Dagvaktinni, sem sýnd var á Stöð2 síðastliðið haust. “Stone Free er bara endalaust stuð í tvo tíma með fullt að góðum leikurum, hljómsveit og frábærum lögum. Þegar þú kaupir þér miða á leikritið, ertu í raun að kaupa þér miða á útihátíð þar sem þú upplifir stemninguna eins og hún var fyrir 40 árum síðan. Svo nú er bara málið að fara í fataskápinn, finna fötin frá hippatímabilinu og skella sér á leiksýningu ársins hjá okkur í NFFA. Sýningarnar verða í Bíóhöllinni.”

 

Þess má að lokum geta að miðasala á Stone Free er í síma 772-0997.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is