Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2009 03:53

Magnús Þór býður fram í NV kjördæmi

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins og fv. alþingismaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. “Ég vil bjóða mig fram í Norðvesturkjördæmi vegna þess að þar eru mínar rætur. Á þessum örlagatímum vil ég heyja baráttu fyrir þjóðina sem kjörinn fulltrúi minna heimabyggða. Ég er fæddur og uppalinn Akurnesingur. Þar bý ég og vil hvergi annars staðar vera. Að ættum og uppruna er ég Vestfirðingur og Vestlendingur, með rætur á sunnanverðum Vestfjörðum og í byggðum Borgarfjarðar. Uppeldi mitt og grunnmenntun hef ég hlotið á Vesturlandi og í Skagafirði,” segir Magnús Þór í tilkynningu um framboð sitt. Þar segir hann einnig: 

"Ísland stendur frammi fyrir mjög alvarlegum tímum þar sem þess verður vænst að hver borgari geri eftir bestu getu skyldu sína í að takmarka það tjón sem þjóðfélagið mun verða fyrir vegna þeirrar efnahagskreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Eftir þá miklu varnarbaráttu sem nú er að hefjast, þarf að leggja drög að uppbyggingarstarfi til framtíðar. Ég trúi staðfastlega á þá framtíð. Ég er sannfærður um að þjóðinni muni takast að komast í gegnum erfiðleikana en legg þó enga dul á að þetta verður erfitt. Ég vil leggja mig allan fram í einlægni og fórnfýsi, við að taka þátt í þessum störfum. Það verður að verja hag almennra borgara og forðast atvinnuleysi og fólksflótta af landinu með öllum tiltækum ráðum. Draga verður varnarlínur umhverfis menntakerfi, velferðarkerfi og heilbrigðiskerfi og forgangsraða með þeim hætti að þessir þættir verði fyrir sem allra minnstum skerðingum sem bitna á almenningi. Ekki síst barnafjölskyldum, öldruðum og öryrkjum. Tryggja verður að réttindi borgaranna verði ekki fyrir borð borin á þeim erfiðu tímum sem eru framundan. Fullveldi þjóðarinnar og réttur hennar til að ráða sínum málum með lýðræðislegum hætti er eitt af okkar dýrmætustu fjöreggjum sem við verðum að varðveita. Á þeim örlagatímum sem nú eru framundan mun Ísland þurfa að leita til frekari skynsamlegrar nýtingar á sínum eigin náttúruauðlindum sem snúa að gæðum til lands og sjávar. Þar bý ég yfir sérþekkingu, reynslu og hugmyndum.  

 

Ég hef víðtæka starfsreynslu og staðgóða framhaldsskóla- og háskólamenntun í landbúnaði og sjávarútvegi, sem hvoru tveggja eru lykilatvinnuvegir í kjördæminu. Frá blautu barnsbeini vann ég við báða þessa atvinnuvegi. Auk þessa hef ég mikla reynslu af félagsmálum. Ég sat á Alþingi sem þingmaður Suðurkjördæmis kjörtímabilið 2003 – 2007. Þar starfaði ég í nefndum landbúnaðar-, sjávarútvegs-, félags- og menntamála auk vest norræna ráðsins, og var þingflokksformaður um þriggja ára skeið. Á tíma mínum á Alþingi flutti ég fjölda þingmála og var mjög virkur í störfum og umræðum á þingi. Ég hélt á lofti gagnrýni á störf ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og barðist sérstaklega og þrotlaust með viðvörunarorðum, oddi og egg gegn núverandi kvótakerfi fiskveiða með framseljanlegum veiðiheimildum sem varð upphafið að efnahagslegri ógæfu Íslands. Ég hef starfað sem blaðamaður í öllum gerðum fjölmiðla, setið í nefndum um starfsumhverfi fjölmiðla frá árinu 2004. Á fjölmörgum undaförnum árum hef ég verið afkastamikill í ritstörfum sem varða þjóðmálaumræðuna. Hef m. a. skrifað mikinn fjölda blaðagreina og pistla á heimasíðu mína www.magnusthor.is. Ég er varabæjarfulltrúi á Akranesi síðan 2005 og var formaður menningar- og safnanefndar og félagsmálaráðs bæjarins til 2007. Einnig sat ég í ritnefnd um sögu Akraness. 

 

Óhikað og oft með vindinn í fangið, hef ég gagnrýnt þau öfl og þá stefnu sem nú hafa leitt Ísland að þroti. Ég átti ekki sæti á þingi þegar hrunið varð loks veruleiki á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok, en ég býð nú í fullri einurð og einlægni fram alla mína krafta til björgunar- og uppbyggingarstarfa."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is