Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2009 12:02

Northern Wave hefst í dag

Um þessa helgi verður haldin í Grundarfirði í annað skiptið alþjóðlega stuttmynda- og kvikmyndahátíðin Northern Wave. Eins og í fyrra er það frumkvöðullinn Dögg Mósesdóttir sem stendur fyrir hátíðinni. Dögg styðja dyggilega við hátíðarhöldin tvö af stærstu fyrirtækjunum í Grundarfirði, Guðmundur Runólfsson og Soffonías Cecilsson, Grundarfjarðarbær, Menningarsjóður Vesturlands og fleiri aðilar. Dögg segir að stefni í mjög góða hátíð á þessu sinni. „Það kæmi mér ekki á óvart að um 200 manns myndu leggja leið sína í Grundarfjörð á hátíðina,“ segir Dögg. Áætlunarbílar gefa afslátt af fargjaldi allt að helming. Þá hefur líka verið slegið verulega af í hótelgistingu í Grundarfirði í tilefni hátíðarinnar, sem stefnt er á að verði árlegur viðburður í framtíðinni, enda heppnaðist hátíðin sérstaklega vel á síðasta ári.”

Dögg segir að nú verði sýndar myndir og myndbörn frá 15 löndum og þremur heimsálfum. Hún segir að fyrir hátíðina núna hafi mælistikan verið meira á lofti en í fyrra. Mun færri myndir verða á hátíðinni núna, enda hafi alltof margar myndir verið sýndar í fyrra og gæðin verið misjöfn. Eftir sem áður er það þó markmið hátíðarinnar að laða fram listrænt gildi kvikmyndalistarinnar og efla tengsl þeirra sem styttra eru komnir í listinni við fagfólk í greininni.

 

Fjölbreytt dagskrá

„Við vorum alltof góð í fyrra, áttum erfitt með að segja nei. Nú erum við grimmari í matinu bæði á myndum og myndböndum og sýnum um 40 myndir í stað 80 í fyrra. Svo sýnum við líka á hátíðinni núna kvikmynd í fullri lengd. Myndina Háveruleiki eftir hóp sem kallar sig Hina dýru list. Leikstjórarnir Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Ingibjörg Magnadóttir verða viðstaddar sýninguna og svara spurningum gesta.

 

Meðal gesta á hátíðina núna verður tökulið sem tengist Weird Girls, sem eru mjög vinsælir þættir á netinu. Þetta er um 20 manna hópur sem ætlar að vinna að gerð eins þáttar á hátíðinni. Tónleikar verða svo á Kaffi 59 í kvöld. Þar verður m.a. boðið upp á tilraunakennt rokk, frá dúett írskum og íslenskum sem kallar sig  DLX ATX. Þá leikur einnig á tónleikunum bandarískur harmonikkuleikari sem leikur frumsamda tónlist í kvikmyndastíl. Síðan verður heilmikil skemmtun og partístemning í Samkomuhúsinu á laugardagskvöldið, en þar fer Northern Wave hátíðin fram.” Dögg segir ókeypis inn á allar myndir og „kreppuverð“ sé á aðgöngumiðum á kvöldviðburði helgarinnar.

Peningaverðlaun verða veitt fyrir bestu stuttmyndirnar og myndböndin á hátíðinni. Aðaldómarar verða Hilmar Örn Hilmarsson og Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjórar. Gestadómari verður heimsþekktur franskur kvikmyndagerðarmaður, Bertrand Mandico. Greinilegt er að framundan er mikil og stór helgi hjá Grundfirðingum, en þeir voru mjög duglegir að sækja hátíðina í fyrra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is