07. apríl. 2009 04:03
Á Vesturlandi verður fjölbreytt dagskrá alla páskana og sameinast ferðaþjónar og sveitarfélög um að bjóða gestum í heimsókn í landshlutann.
Bubbi Morthens, Eivör Pálsdóttir, Halldór Laxness, Barbie, Leifur heppni og Laddi verða á svæðinu, svo einhverjir séu nefndir. Þá verður boðið verður upp á kræklingatínslu, hákarlaupplifun, jöklaferðir, golfkennslu, gúmbátaferðir um Hvalfjörð og ekki má nú gleyma Sjávarsafninu sem margir vita hreinlega ekki um,” segir í fréttatilkynningu frá upplýsingamiðstöð ferðamála á Vesturlandi. Þessu til viðbótar má nefna leiksýningar a.m.k. tveggja leikhópa; Lína langsokkur verður sýnd í Brún og Töðugjaldaballið í Logalandi. Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.