19. apríl. 2009 06:39
Roksteytingur var á suðvestanverðu landinu í morgun og voru nokkrar björgunarsveitir kallaðar út af því tilefni. T.d. fóru félagar í Björgunarfélagi Akraness til aðstoðar í morgun þegar þakeinangrun fauk af blokk í byggingu. Á höfuðborgarsvæðinu fóru um 30 björgunarsveitarmenn einnig til aðstoðar þegar forða þurfti byggingarefni við hálfbyggð hús.