22. apríl. 2009 01:03
Borgfirskir sauðfjárbændur hafa verið á faraldsfæti að undanförnu. Þeim var nýlega boðið til samsætis af Kaupfélagi Skagfirðinga og síðastliðinn laugardag lögðu þeir í langferð vestur á Snæfellsnes. Byrjuðu þeir að heimsækja bændur á Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi en fór eftir það í fyrrum Kolbeinsstaðahreppinn og heimsóttu bændur í Mýrdal, Haukatungu-Syðri 2 og Ystu-Görðum. Meðfylgjandi mynd er tekin í fjárhúsunum á Ystu Görðum þar sem heimamenn buðu gestum til veitinga, gáfu á garðann, eins og þeirra var von og vísa.