29. apríl. 2009 07:24
Fyrirfram hafði verið búist við því að margir kjösendur myndu annaðhvort skila auðu eða sleppa því að mæta á kjörstað í nýliðnum kosningum. Sú varð þó ekki raunin. Af þeim ríflega 18 þúsund kjósendum sem þátt tóku í kosningunum voru það 558 manns eða 3,06% sem skiluðu auðu og 55, eða 0,23% sem ógiltu kjörseðla sína. Hlutfall þeirra sem skiluðu auðu eða gerðu ógilt var lægst í Suðurkjördæmi en næstlægst hér í Norðvesturkjördæmi.