06. maí. 2009 02:02
 |
Borgarnesgarparnir |
Sundfólk frá Akranesi og Borgarfirði gerði það gott á Íslandsmóti eldri sundfólks, svokallaðra garpa, sem fram fór í innilauginni í Kópavogi um síðustu helgi. Garparnir frá Sundfélagi Akraness gerðu fína ferð á mótið. Alls kom liðið heim með 16 titla í einstaklingsgreinum og tvö íslensk met garpa. Frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar fóru tveir keppendur á Garpamótið. Ekki verður annað sagt en afraksturinn hjá þeim Guðmundu Ólöfu Jónasdóttur og Ingimundi Ingimundarsyni hafi verið góður, en þau bættu þrjú garpamet og sigruðu hvor um sig í tveimur greinum á mótinu.
Nánar er greint frá afrekum sundfólksins í Skessuhorni sem kom út í dag.