15. maí. 2009 01:05
Rafræn innritun í dagskóla framhaldsskólanna hér á landi fer fram á tímabilinu 15. maí til 11. júní á; www.menntagatt.is Menntamálaráðuneytið hefur látið vinna gagnvirkan upplýsingavef um framhaldsskólanám á Íslandi. Vefurinn er aðgengilegur frá www.menntagatt.is en bein vefslóð er: www.framhaldsskolar.menntagatt.is. Almennt upplýsingaefni um framhaldsskólanám, innritun og námsleiðir eru aðgengilegar á níu tungumálum, íslensku, ensku, litháísku, pólsku, rússnesku, serbnesku, spænsku, tælensku og víetnömsku. Hver framhaldsskóli hefur sína eigin upplýsingasíðu þar sem eru aðgengilegar upplýsingar um skólann og þær námsleiðir sem eru í boði auk vísana í skólanámskrár, netföng, símanúmer og fleiri gagnlegar upplýsingar.