17. maí. 2009 12:51
Veður er nú með miklum ágætum um allt vestanvert landið og mælist hiti upp í 19 stig t.d. á Akranesi um hádegisbil í dag. Í spá Veðurstofunnar er gert ráð fyrir að næsta sólarhring verði norðaustlæg átt, 5-13 m/s og hvassast NV-lands og við A-ströndina. Skýjað að mestu eða þokusúld við N-ströndina og NA-lands, en annars léttskýjað. Hiti á bilinu 10 til 18 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum SV-lands, en mun svalara í þokunni.
Á meðfylgjandi mynd er Steinunn Pálsdóttir staðarhaldari í Skallagrímsgarði í Borgarnesi að snyrta beðin í garðinum og hlú að páskaliljunum. Þar líkt og annarsstaðar er yndislegt að vera og njóta veðurblíðunnar þessa dagana.