02. júní. 2009 10:59
Lögreglan í Borgarfirði og Dölum fékk liðsinni frá sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Akranesi við húsleit sem gerð var við Höfn í Melasveit á sunnudagskvöldið. Leitin var gerð í kjölfar þess að tveimur byssum var stolið úr bíl í nágrenninu og beindist grunur að íbúa eins húsanna í Höfn. Byssurnar tvær fundust við leitina ásamt fleiri byssum, sem maðurinn gat ekki gert grein fyrir. Öll skotvopnin voru gerð upptæk auk skotfæra sem fundust við leitina. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum.