03. júní. 2009 12:02
Í síðustu viku var spurt hér á vef Skessuhorns: “Hver er uppáhalds landshlutinn þinn til sumarferðalaga?” Af svörum 830 sem þátt tóku í könnuninni naut vesturhluti landsins mestra vinsælda. Vesturland var í mestu uppáhaldi hjá 34,4% svarenda. Þar næst komu Vestfirðir með 24,8%, þá kom Norðausturland með 12,8%, Suðurland 12,4%, Austfirðir 9,7%, Norðvesturland 5,4% og Reykjanes 0,6%.
Þess má geta að Fréttablaðið birti um síðustu helgi rýnikönnun þar sem um 40 Íslendingar svöruðu þeirri spurningu hvaða áfangastað innanlands þeim fyndist skemmtilegast að heimsækja. Þar varð niðurstaðan að flestir velja Snæfellsnes, næstflestir Austfirði og þriðju flestir Mývatnssveit. Í sömu könnun völdu flestir Vestfirði sem fallegasta staðinn á landinu, næstflestir Þingvelli og þá Jökulsárlón. Litla kaffistofan var hins vegar valin besta vegasjoppa landsins.