Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júní. 2009 04:06

Það vantar eina kynslóð í sjómannastéttina

"Það var alltaf mikið fjör hér á sjómannadaginn en svo varð til kynslóðabil í sjómannastéttinni. Það vantar 30 til 35 ára stráka í stéttina, þá sem fæddir eru frá 1974 til 1980. Þetta er aldurinn sem ætti að standa fyrir hátíðarhöldum sjómannadagsins. Útgerðirnar hér eiga hins vegar hrós skilið fyrir að styðja vel við bakið á okkur og við gerum okkar besta til að hafa þetta skemmtilegt með sem minnstum tilkostnaði. Það þarf ekki alltaf Stuðmenn eða Nýdanska til að hafa stuð," segir Jón Frímann Eiríksson sjómaður í Grundarfirði í viðtali sem birtist við hann í sjómanndagsblaði Skessuhorns sem kemur út í dag. Jón Frímann er nú að undirbúa hátíðarhöldin í Grundarfirði. "Þetta verður með hefðbundnu sniði hjá okkur nema við eigum ekki kappróðrarbáta. Þeir fuku, þótt ótrúlegt megi virðast, þá gerði sunnan rok í Grundarfirði og bátarnir tókust á loft og eyðilögðust. Það er draumurinn að eignast kappróðrarbáta en þeir eru dýrir,”  segir kappinn af Skaganum sem nú býr í Grundarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is