03. júní. 2009 12:58
Þrettán ára piltur hrasaði og meiddist á höfði þegar hann var í morgun á göngu ásamt skólafélögum sínum í Berjadal á Akrafjalli. Hann mun hafa fengið sár á höfuð og rotaðist um tíma. Var því kallað eftir aðstoð félaga í Björgunarfélagi Akraness við að bera piltinn niður af fjallinu. Búið var um sár hans og hann síðan fluttur undir læknishendur á SHA. Drengurinn mun ekki vera alvarlega slasaður.