03. júní. 2009 01:45
Talið er að um 400 börn hafi verið saman komin á Langasandi á Akranesi í morgun. Þá var svokallaður Langasandsdagur í Brekkubæjarskóla en auk nemenda þaðan voru krakkar úr Grundaskóla og frá Reykjavík. Byggðir voru sandkastalar, farið í volga sturtu og leikið sér meðan háfjöru naut við.