04. júní. 2009 02:03
Þriðjudaginn 9. júní verður haldið í Menntaskóla Borgarfjarðar svokallað Brúarþing. Vísar það í verkefnið Borgarfjarðarbrúin sem er þróunarverkefni með áherslu á samfellu milli skólastiga í Borgarfirði. Byggir það á m.a. á fjölbreytni og sveigjanleika í námi, aukna notkun tölvu– og upplýsingatækni og skýrari ábyrgð nemenda á eigin námi. Á þinginu verður vinna vetrins í einstökum skólum kynnt en þátt taka allir grunnskólar í Borgarbyggð og Menntaskóli Borgarfjarðar. Þeir sem áhuga hafa á Brúarþingi þurfa að skrá sig í síðasta lagi á morgun, föstudaginn 5. júní. Skráning er á menntaborg@menntaborg.is eða í síma 433 7700.