04. júní. 2009 02:21
Ragnar Þór Gunnarsson ungur kylfingur í Golfklúbbnum Leyni gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sjöttu braut vallarins á Akranesi á æfingu í gær. Sjötta braut er par fjögur, 252 metrar á gulum teigum. Þar með lék hann brautina á þremur höggum undir pari eða svokölluðum Albatros. Ragnar Þór er 19 ára gamall og með 5,5 í forgjöf. Þetta voru frábær tilþrif hjá Ragnari en það þykir jafnan mikil lukka að fara holu í höggi. Þeir eru ekki margir kylfingar sem ná þessum áfanga einu sinni á ævinni, sérstaklega ekki í mótum.