05. júní. 2009 09:02
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Skallagríms í Borgarnesi veitti á dögunum viðurkenningar til leikmanna í meistaraflokkum karla og kvenna fyrir tímabilið 2008-2009. Í karlaflokki fékk Arnar Hrafn Snorrason viðurkenningu fyrir mestar framfarir, Sigurður Þórarinsson fyrir að vera mikilvægasti leikmaðurinn og Sveinn Arnar Davíðsson fyrir að vera besti leikmaðurinn. Í kvennaflokki sýndi Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir mestar framfarir, Íris Gunnarsdóttir var valinn mikilvægasti leikmaðurinn en Rósa Kristín Indriðadóttir var valin besti leikmaðurinn.
Á myndinni eru þau Gunnar Jónsson, sem tók við verðlaunum fyrir Írisi dóttur sína, Rósa Kristín Indriðadóttir, Arnar Hrafn Snorrason, Sigurð Þórarinsson (sem einnig tók við verðlaunum fyrir Þórkötlu systur sína) og Sveinn Arnar Davíðsson.