05. júní. 2009 11:32
Í gær var dregið í leiki 32-liða úrslit Visa-bikarsins í fótbolta, en næstu leikir fara fram 18. og 19. júní næstkomandi. Vesturlandsliðin ÍA og Víkingur Ólafsvík höfðu ekki það lán með sér að fá heimaleik eða einhver af „stóru liðunum“ sem mótherja. Skagamenn þurfa að fara til Grindavíkur, sem leikur í efstu deild, og Víkingar mæta Þór á Akureyri, en bæði leika liðin í fyrstu deildinni. Aðeins einn þessara sextán leikja í 32-liða úrslitunum er á milli liða í efstu deild, Pepsi-deildinni. Þar mætast Fylkir og Stjarnan í Árbænum.