Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2009 02:23

Viðburðahelgi framundan í Borgarfirði

Það er engum ofsögum sagt að mikið er um að vera í Borgarfirði næstu daga á menningar- og afþreyingarsviðinu. Í dag, föstudag, eru ýmsir viðburðir og nægir þar að nefna brautskráningu í Menntaskólanum, afmælishátíð Vilhjálms Einarssonar í Reykholti í kvöld og útsýnisferðir björgunarsveitanna á Langjökul og Surtshelli. Á morgun laugardag heldur síðan veislan áfram með fjölbreyttri dagskrá Útifjörs 2009 sem endar á dansleik í reiðhöllinni í Borgarnesi með Sniglabandinu. Auk þess eru íþróttaleikir, útreiðartúr og sýning í Landnámssetrinu. Einna helst ætti að hafa áhyggjur af því að fólk lenti í valkvíða því menningarflóran hefur sjaldan verið fjölbreyttari.

Hægt er að kynna sér dagskrá helgarinnar hér að neðan:

5. júní kl. 14.00 Fyrsta brautskráning stúdenta frá Menntaskóla Borgarfjarðar – allir velkomnir.

5. júní kl. 20.00 Útifjör: jeppaferð á Langjökul, mæting við skálann Jaka við jökulinn.

5. júní kl. 20.00 Útifjör: skoðunarferð um Surtshelli, mæting við austasta op hellisins.

5. júní kl. 20.00 Brák sýnd í Landnámssetri

5. júní kl. 20.00 Einsöngstónleikar í Borgarneskirkju – Theodóra Þorsteinsd./Ingibjörg Þorsteinsd.

5. júní kl. 20.00 Afmælishátíð Vilhjálms Einarssonar í Reykholti.

6. júní kl. 10.00 Útifjör: Gönguferð á Hafnarfjall. Mæting á gamla rútuplanið.

6. júní kl. 10.00 Útifjör: Gönguferð frá Stóru-Skógum að Jafnaskarðsskógi. Mæting við Stóru- Skóga.

6. júní kl. 10.00 Útifjör: Söguhringur í Borgarnesi, Mæting við Hótel Borgarnes.

6. júní kl. 12.00  Leikur í 3. deild karla: Skallagrímur – Berserkir á Skallagrímsvelli.

6. júní kl. 13.00 Göngur UMSB: Gengið á Þyril. Mæting við tanka Olíudreifingar í Litlasandsdal.

6. júní kl. 13.00 Útreiðartúr Hmf. Skugga í hesthúsahverfinu Vindási. Farið með Gufuá og Langá.

6. júní kl. 14.00 Útifjör: Ratleikur í Jafnaskarðsskógi. Mæting á bílaplan Jafnaskarðsskógar.

6. júní kl. 16.00 Brák sýnd í Landnámssetri

6. júní kl. 20.00 Mr. Skallagrímsson í Landnámssetri (aukasýning).

6. júní kl. 23.00 Útifjör: Dansleikur með Sniglabandinu. Mæting í reiðhöllina í Borgarnesi.

7. júní kl. 13.00 Útifjör: Sigling, grill, þyrla Landhelgisgæslunnar og leikir við Skorradalsvatn.

7. júní kl. 16.00 Tónleikar: Mótettukór Hallgrímskirkju syngur í Reykholtskirkju.

7. júní kl. 20.00 Leikfélag Hólmavíkur sýnir gamanleikinn Viltu finna milljón í Brautartungu

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is