07. júní. 2009 11:29
Í gær varð knattspyrnumaðurinn knái frá Akranesi, Björn Jónsson sem spilar með U-19 ára liði Heerenveen, hollenskur bikarmeistari annað ári í röð eftir góðan sigur á FC-Volendam 3-0. Í undanúrslitum sigraði Heerenveeen Ajax 3-1. Björn átti mjög góðan leik og spilaði með allan leikinn. Hann skoraði annað markið í sigri liðsins. Björn hefur verið mikið frá spilamennsku eftir áramót vegna meiðsla en er nú búinn að ná sér af þeim. Hann fær nú aðeins tveggja vikna sumarfrí þar sem hann hefur verið boðaður á æfingar hjá aðalliði félagsins en þær hefjast 21. júní.