08. júní. 2009 08:02
Dr. Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst ræddi samaeiningu háskóla hér á landi í ræðu sem hann flutti við útskrift um 80 nemenda frá skólanum sl. laugardag. Þar sagðist hann vera fylgjandi því að þrír einkaskólar yrðu sameinaðir í nýjan skóla. “Við á Bifröst höfum undanfarna mánuði kannað hvort flötur sé á nánari samvinnu við Listaháskólann og Háskólann í Reykjavík. Ekkert áþreifanlegt hefur komið út úr því en þessar tvær nýju skýrslur gefa hugmyndinni um samstarf byr í seglin. Ég er þeirrar skoðunar að Háskólinn á Bifröst, Listaháskólinn og Háskólinn í Reykjavík eigi að kanna alvarlega og með formlegum hætti hvort stofna eigi nýjan háskóla sem byggir á þremur stoðum, þ.e. listum og heimspeki, viðskiptum og lögfræði og tækni og verkfræði,” sagði Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst.