08. júní. 2009 10:03
Skógræktarfélag Stykkishólms og Grunnskóli Snæfellsbæjar í Ólafsvík hlutu styrki úr Umhverfissjóði Snæfellsness þetta árið, en styrkirnir voru afhentir í Vatnasafninu í Stykkishólmi síðastliðinn föstudag, á alþjóðlegum Umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna. Fjárhæð hvors styrks um sig var 200 þúsund krónur, en báðir voru þeir veittir til að koma upp aðstöðu til útikennslu fyrir börn á skólaaldri.
Á meðfygjandi mynd eru fulltrúar styrkþega og stjórn Umhverfissjóðs Snæfellsness. Nánar verður sagt frá verkefnunum sem hlutu styrki og hlutverki umhverfissjóðsins í Skessuhorni í næstu viku.