09. júní. 2009 03:15
Dráttarbíll með tengivagni valt á suðurleið á veginum í Biskupsbeygjunni á Holtavörðuheiði seint í gærkvöldi og rann út fyrir veginn. Ökumaðurinn var fluttur á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi til skoðunar en hann kastaðist til og rakst utan í þegar bíllinn valt, þrátt fyrir að vera í bílbelti. Farmurinn var um 30 tonn af fiski og vann björgunarsveitin Heiðar fram eftir nóttu við að bjarga þeim verðmætum frá frekari skemmdum. Talið er að hjólabúnaður tengivagnsins hafi gefið sig og það hafi orsakað veltuna.