Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2009 10:03

Sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn

Örn Hjörleifsson var heiðraður á Hellissandi. Hér er hann ásamt konu sinni Ingigerði Jónsdóttur. 
Samkvæmt venju voru sjómenn heiðraðir fyrir störf sín á sjómannadaginn sem haldinn var hátíðlegur um liðna helgi í sjávarplássum landsins. Í Ólafsvík var Sólbjartur Júlíusson sjómaður heiðraður fyrir áratuga störf á sjó, við hátíðarhöld sjómannadagsins, sem fram fóru í Sjómannagarðinum í Ólafsvík á sunnudag. Þar var lagður blómsveigur að styttu sjómanna, Runólfur Guðmundsson frá Grundarfirði flutti ræðu, veitt voru verðlaun fyrir keppnisgreinar sjómanndags og tónlistaratriði voru flutt.  Á Akranesi voru þrír sjómenn heiðraðir við sjómannamessu í Akraneskirkju á sjómannadaginn. Þetta eru þeir Kristján Pétursson fyrrum skipstjóri á skipum HB til áratuga, Þorvaldur Guðmundsson, skipstjóri, sem framan af var skipstjóri á skipum HB og síðustu áratugina á Akraborginni. Sá þriðji var Stefán Lárus Pálsson, sem í áratugi var stýrimaður og skipstjóri á fiskiskipum frá Akranesi.

Grundarfjörður

Hjónin Móses Geirmundsson og Dóra Haraldsdóttir voru heiðruð við hátíðarhöld sjómanndagsins í Grundarfirði. Móses hefur í 27 ár verið verkstjóri hjá Guðmundi Runólfssyni sem aðallega framleiðir frosinn fisk en þar áður var hann í 23 ár til sjós. Hann hóf sjósókn árið 1958.

 

Hellissandur

Örn Hjörleifsson sjómaður var heiðraður við hátíðarhöld í sjómanngarðinum á Hellissandi. Örn er fæddur árið 1939 og ólst upp á Akranesi. Hann byrjaði sjómennsku 17 ára gamall með Garðari Finnssyni frænda sínum á Höfrungi AK. Hann var síðan háseti og stýrimaður á Akranesi og varð fyrst skipstjóri á Sigurði AK haustið 1964. Síðan lá leiða Arnar að Hellnum þar sem hann reri á trillu í 13 sumur en flutti sig til Hellissands 1978 og var þar skipstjóri á Tjaldi SH í fimm ár og svo með eigin útgerð til ársin 2000. Örn er nú búsettur á Ytri-Skeljabrekku í Borgarbyggð.

 

Stykkishólmur

Tveir voru heiðraðir við sjómannamessu í Stykkishólmi á Sjómannadaginn. Þetta eru þeir Kristján Lárentínusson, skipstjóri til margra ár og Sigurður Amilin Kristjánsson sjómaður og vélsmiður hjá Skipavík.

 

Sjá myndir frá Sjómannadags hátíðarhöldum hér og þar í Skessuhorni vikunnar sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is