Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2009 12:35

IsNord tónlistarhátíðin hefst á morgun

Jónína Erna
Eins og fram kom í viðtali við Jónínu Ernu Arnardóttur listrænan stjórnanda í Skessuhorni í síðustu viku hefst IsNord tónlistarhátíðin um næstu helgi, en hún stendur yfir dagana 13.-16. júní og fer fram á þremur stöðum í Borgarfirði.

Laugardagur 13. júní kl 16.00 verða tónleikar í Borgarneskirkju og nefnast þeir Norðurljós. Þar syngur Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Jónína Erna Arnardóttir spilar undir á píanó. Flutt verða íslensk og norræn sönglög. 

Sunnudagur 14. júní klukkan 16.00 verða tónleikarnir Englakór í Paradís, en þeir fara fram í Paradísarlaut í Norðurárdal. Kársneskórinn undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngur íslensk lög undir berum himni.

Þriðjudagur 16. júní kl. 21.00 verður Baðstofukvöld Böðvars í Logalandi í Reykholtsdal. Það er dagskrá til heiðurs Böðvari Guðmundssyni sjötugum.  Böðvar hefur samið ógrynni af textum og lögum en einnig hefur hann verið afkastamikill þýðandi.  Hann er einstaklega fjölhæfur höfundur, en verk hans spanna allt frá eldheitum baráttusöngvum upp í óperutexta og trúarlega texta við tónlist J.S. Bachs og verður flestum hliðum hans sem höfundar gerð skil á tónleikunum. Á tónleikunum koma m.a.fram Kristín Ólafsdóttir, Diddi fiðla, Kammerkór Vesturlands, barnakór Hvítsíðunga, Gunnar Ringsted og Jónína Erna Arnardóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is