Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2009 09:03

Stærra fjórðungsmót en nokkru sinni fyrr

Á Kaldármelum hafa verið haldin hestamannamót frá árinu 1980. Síðasta mót þar var fyrir fjórum árum og verður nú þráður tekinn upp að nýju í byrjun júlí. Allt stefnir í að mótið núna verði það stærsta sem haldið hefur verið og helgast það af þátttöku hestamanna af Norðurlandi vestra og Vestfirðinga auk Vestlendinga sjálfra í mótinu.  Fyrsta fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi var hins vegar haldið árið 1953. Það var haldið á Faxaborg á bökkum Hvítár. „Við erum að vonast til þess að hingað komi um 3.000 manns. Jafnvel fleiri ef veðrið verður gott. Það voru um tvö þúsund manns á síðasta fjórðungsmóti hér árið 2005, en nú stækkar svæðið mikið því Húnavatnssýslur, Skagafjörður, Siglufjörður og Kjós bætast við Vesturlandið sem var eitt áður um mótið,” segir Grundfirðingurinn Bjarni Jónasson, sem er framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts á Kaldármelum dagana 1.-5. júlí næstkomandi.

Það eru fimm hestamannafélög á Vesturlandi, sem standa að mótinu og halda það; Snæfellingur, Skuggi, Faxi, Glaður og Dreyri. Vestfirðingar hafa líka keppnisrétti á mótinu en koma ekki beint að undirbúningi eða rekstri þess. Auk Bjarna er fimm manna mótsstjórn við undirbúninginn, skipuð einum fulltrúa frá hverju félagi. Alls eru hestamannafélögin 16 talsins sem keppnisrétt eiga á mótinu. Þegar talað var við Bjarna fyrir síðustu helgi höfðu 47 kynbótahross unnið sér rétt til keppni.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Bjarna Jónasson í Skessuhorni sem kemur út dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is