10. júní. 2009 04:03
 |
Adolph Bergsson |
Adolph Bergsson á Akranesi hefur frá því um síðustu áramót glímt við mjög sjaldgæfa tegund krabbameins. Hann hefur nú farið í gegnum stífa lyfjameðferð, því miður án mikils árangurs. Nú stefna hann og eiginkona hans Helga Björg Helgadóttir hjúkrunarfræðingur á að fara til Þýskalands eftir um mánuð þar sem Adolph mun dvelja í fimm vikur en Helga og yngstu börnin munu vera með honum hluta af tímanum. Adolph hefur fengið inni á heilsustofnun sem beitir óhefðbundnum lækningaaðferðum til meðhöndlunar á krabbameini. Felast þær í að tekið er heildrænt á sjúkdómnum bæði andlega og líkamlega og er sú meðferð án lyfja. Kostnaður af þessu er mjög mikill og hafa aðstandendur og vinir Adolphs og Helgu Bjargar hrundið af stað fjársöfnun til stuðnings þeim í baráttunni. Skessuhorn ræddi við hjónin um sjúkdóminn og þær leiðir sem þau hafa valið sem næstu meðferðarúrræði. Sjá viðtal í Skessuhorni sem kom út í dag.