10. júní. 2009 08:06
Kristmundur Einarsson bóndi í Lyngholti í Hvalfjarðarsveit sló heimatúnið við bæinn í gærkvöldi. Mjög þokkaleg spretta var á túninu og ljóst að uppskera yrði góð. Ágæt sprettutíð hefur verið að undanförnu í Borgarfirði og því má búast við að fleiri bændur fylgi í kjölfarið og hefji slátt. Þokkaleg veðurspá er fyrir næstu daga.