Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2009 12:03

Nýta þrívíddartækni við kennslu

Háskólinn á Bifröst og Syddansk University hafa ákveðið að nota þrívíddar sýndarveruleika umhverfið „Second Life“ til þess að efla samstarf milli skólanna. Nemendur viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst munu frá og með næsta skólaári taka þátt í tilraunaverkefni sem mun efla samskipti og samstarf milli nemenda í skólunum tveimur. skólanna.  Eyjan „Bifrost“ í Second Life sem er í eigu Syddansk verður notuð sem samstarfsvettvangur og kennsluumhverfi.  Nemendur mæta þar í fyrirlestra og á fundi til þess að móta og vinna verkefni sín. Þrívíddarumhverfi sem þetta bíður upp á alveg nýja möguleika í kennslu og mikið rými er fyrir sköpunargleði nemenda og kennara.

Nemendur skrá sig inn í Second Life og skapa sinn AVATAR sem er sýndarsjálf hvers nemanda inni í Second Life.  Hægt er að ganga um og skoða það sem fyrir augu ber, halda fundi, mæta í fyrirlestra, skiptast á skoðunum og efla félagsleg tengsl.

Sífellt fleiri háskólar um heim allan eru farnir að nota sýndarveruleika sem útvíkkun á kennslurými sínu og til þess að undirbúa nemendur sína fyrir tæknilega krefjandi framtíð.

Háskólar eins og Harvard og Stanford ásamt mörgum öðrum háskólum hafa sett upp eigin háskólakampusa þar sem nemendur geta hist í þrívíddar sýndarveruleika, mætt í tíma og tekið þátt í umræðum og verkefnavinnu. 

 

Með samstarfinu við Syddansk University er Háskólinn á Bifröst enn að þróa fjölbreytta kennsluhætti og ýta undir möguleika nemenda til þess að tengjast nemendum erlendis og vinna þverfagleg og krefjandi verkefni á alveg nýjan hátt.

Háksólinn á Bifröst er fyrsti háskólinn á Íslandi sem notar þrívíddar sýndarveruleika eins og Second Life til þess að miðla námsefni og efla alþjóðleg tengsl skólans. Hér er um að ræða frumkvöðlastarf í háskólakennslu og mikla nýbreytni fyrir nemendur.

 

Þeir sem vilja kynna sér Second Life er bent á þessa slóð http://secondlife.com/

 

-fréttatilkynning
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is