Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2009 10:41

Rekstratap Akraneskaupstaðar á annan milljarð króna

Rekstrarafkoma Akraneskaupstaðar var neikvæð um tæpar 1.200 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt samanteknum ársreikningi, sem birtur hefur verið. Samkvæmt honum námu heildatekjur rúmlega 3,3 milljörðum en gjöldin tæpum 3,6 milljörðum. Rekstrarafkoma var neikvæð um rúmar 265 milljónir fyrir fjármagnsliði en fjármagnsliðir voru neikvæðir um rúmar 928 milljónir króna. Langtímaskuldir bæjarsjóðs hafa aukist um 1200 milljónir króna á árinu, eru nú 2,5 milljarður króna en voru um 600 milljónir í upphafi kjörtímabilsins og hafa því fjórfaldast á síðastliðnum þremur árum. Í frétt sem birtist í prentútgáfu Skessuhorns í dag er missagt að reikningarnir hefðu ekki verið teknir til umræðu í bæjarstjórn, en það er rangt, þeir voru til fyrri umræðu 26. maí sl. Beðist er velvirðingar á því.

Í gærkvöldi voru fyrirhugaðar sparnartillögur ræddar í bæjarstjórn á lokuðum fundi og verða þær ekki kynntar að sinni. Í dag ræða bæjaryfirvöld við endurskoðanda bæjarins um reikningana. Síðari umræða um ársreikning bæjarsjóðs verður síðan þriðjudaginn 16. júní.

 

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir í greinargerð með reikningunum að ársreikningurinn beri með sér sterk einkenni fjármálakreppunnar sem komi illa út fyrir bæjarfélagið. Í heild séu niðurstöður ársreikningsins óviðunandi. Hann segir ríkjandi ástand á fjármálamörkuðum valda áhyggjum en það hafi gífurleg áhrif á skuldastöðu Akraneskaupstaðar og ennfremur á lífeyrisskuldbindingar sem vaxi stöðugt. Gísli segir að gripið hafi verið til sparnaðaraðgerða, m.a. með því að draga saman í rekstri á flestum sviðum sem nemur á þriðja hundrað milljóna króna. Hann segir horfur á tekjulækkun vegna almenns samdráttar í útsvarstekjum ásamt með lækkun jöfnunarsjóðsgreiðslna vegna tekjulækkunar hjá ríkissjóði. Mikil óvissa sé því á ferðinni og þarna geti verið um allt að 20% lækkun að ræða, sem gæti þýtt 60-70 milljónir króna fyrir bæjarsjóð Akraness. Gísli segir bæjarfélagið þrátt fyrir allt vel í stakk búið til að mæta þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi sé á Akranesi. Hann segir að þrátt fyrir þær þrengingar sem Akurnesingar búi við sé samanburðurinn við önnur sveitarfélög ennþá sá að fjarhagsstaða Akraneskaupstaðar sé enn sem fyrr með því besta sem gerist hjá sambærilegum sveitarfélögum á grunni eignastöðu.

Reikningana og greinargerð bæjarstjóra má sjá í heild á vefsíðu Akraneskaupstaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is