Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2009 10:03

Heimssýn heldur baráttufund gegn ESB aðild á Bifröst í dag

Bjarni Harðarson.
„Þátttaka almennings í baráttunni gegn ESB aðild skiptir öllu máli,“ segir Bjarni Harðarson gjaldkeri Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna, en samtökin halda opinn baráttufund gegn ESB aðild að Bifröst í dag, sunnudag klukkan 16. Þar verða lögð drög að stofnun deilda fyrir Heimssýn á Vesturlandi.

Heimssýn eru þverpólitísk samtök gegn ESB-aðild og koma fulltrúar allra flokka að stjórn samtakanna sem er undir forystu þeirra Ragnars Arnalds og Sigurðar Kára Kristjánssonar. En eru nokkrir Samfylkingarmenn í stjórninni? „Já, það er stór hópur Samfylkingarmanna andsnúinn ESB aðild og sem stendur erum við með tvo sveitarstjórnarmenn þess flokks í stjórninni hjá okkur, þá Stefán Jóhann Stefánsson varaborgarfulltrúa og Hörð Guðbrandsson forseta bæjarstjórnar í Grindavík. Í starfi okkar fyrir Heimssýn höfum við lagt áherslu á hina þverpólitísku samstöðu málsins sem nær út yfir flokksbönd. 

Það er í raun og veru þannig að rétt eins og það eru öflugir ESB-sinnar innan bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna þá eru harðir ESB-andstæðingar í Samfylkingunni. Þeir láta kannski fulllítið fyrir sér fara,“ sagði Bjarni Harðarson í samtali við Skessuhorn.

 

En hversvegna ætti fólk að flykkjast að Bifröst á sunnudaginn?  „Ísland á nú í fullveldisbaráttu og það er sótt að sjálfræði okkar. Að tapa völdum yfir landsstjórninni í hendur útlendinga væri afturför fyrir íslenska þjóð. Síðast þegar það gerðist tók okkur 800 ár að endurheimta fullveldi okkar og Íslandi hefur aldrei vegnað betur en einmitt með innlendri stjórn. Það er í fullu gildi þó svo að við horfum á tímabundna erfiðleika og mikil glappaskot í óðæri liðinna ára.

 

Það er alveg ljóst að baráttan fyrir fullveldinu verður fyrst og fremst utan þings og í grasrót almennings. Þannig hefur það verið í Noregi og þannig er þróunin að verða hér á landi. Það mikilvægasta nú er að almenningur rísi upp og mótmæli kröftuglega fyrirætlunum stjórnvalda um að setjast að samningaborði með hákörlum gömlu nýlenduveldanna. Við getum dregið lærdóma af því hvernig fór í samningum okkar við ESB-löndin um Icesave. Það er ljóst að baráttan innan Alþingis er mjög tvísýn þessa dagana og rödd almennings getur skipt sköpum um það hvernig fer. Þess vegna er mæting á fund eins og þann sem er á Bifröst um helgina mikilvæg,“ sagði Bjarni að lokum.

 

Framsögumenn á fundinum á sunnudag verða fulltrúar stjórnmálaflokkanna á Alþingi en auk þess þeir Gunnar Ásgeir Gunnarsson á Hýrumel og Eiríkur Bergmann á Bifröst, sem talar fyrir hönd staðarhaldara og kemur væntanlega með sjónarmið ESB-sinna fram á fundinum. Fundarstjóri verður Sturla Böðvarsson fyrrverandi forseti Alþingis.

 

Sjá einnig í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is