15. júní. 2009 11:03
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur efnt til samkeppni um nafn á nýju skólastofnuninni sem verður til við sameiningu fjögurra skóla í Dalabyggð 1. ágúst nk. Frestur til að skila inn tillögum er til 25. júní nk. Fræðslunefnd hefur verið falið að fara yfir tillögur og velja þá sem best þykir. Í tilkynningu á heimasíður Dalabyggðar segir að tillögum beri að skila skriflega til formanns fræðslunefndar, Miðbraut 11, 370 Dalabyggð, eða á netfangið dalir@dalir.is merkt „Nafnasamkeppni.“